Þór Saari dæmdur fyrir meiðyrði

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. mbl.is/Ómar

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt ummæli sem höfð voru eftir þingmanninum Þór Saari og birt í frétt DV dauð og ómerk. Þór var ekki gerð refsing en hann þarf að greiða Ragnari Árnasyni 300 þúsund krónur í miskabætur, 800 þúsund krónur í málskostnað og  76.898 krónur til að kosta birtingu dómsins í DV og Morgunblaðinu.

Umrædd ummæli, „Ragnar Árnason hefur verið á launum hjá LÍU í áratugi“, birtust í DV 7.-8. september 2011. 

Í niðurstöðu dómsins segir að ummælin hafi verið tilhæfulaus, óviðurkvæmileg og ærumeiðandi í því samhengi sem þau voru birt. Þau hafi verið móðgandi og meiðandi fyrir Ragnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert