Þrengir að efnalitlum

Matarpakkar tilbúnir til úthlutunar hjá Mæðrastyrksnefnd.
Matarpakkar tilbúnir til úthlutunar hjá Mæðrastyrksnefnd.

„Kaupmátturinn hefur rýrnað verulega. Við sjáum engan mun á stöðunni til hins betra. Barnafjölskyldur og einstæðar mæður segja okkur að þær eigi ekki fyrir mat nema rétt í byrjun mánaðar. Ástandið hefur bara versnað. Verðhækkanir koma niður á börnum efnalítils fólks.“

Þetta segir Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Í  Morgunblaðinu í dag er rakið hvernig leikskólagjöld hafa hækkað verulega síðan 2009. Þannig hefur fullt mánaðargjald í leikskóla í Reykjavík hækkað um 18,6%. Mánaðargjöld fyrir börn einstæðra foreldra í Reykjavík hafa hækkað svipað.

Velferðarvaktin rannsakar hagi barna í erfiðri stöðu og bendir ný könnun til þess að fólk á bótum hugsi sig tvisvar um þegar því býðst starf, hvort það borgi sig að taka því. Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna,  „sterkar vísbendingar um að hópurinn sem var í bágri stöðu fyrir sé nú í mun verri stöðu“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert