1 af hverjum 8 ná ekki 5 ára aldri

Um helgina verður „Gengið til góðs“ í sjöunda sinn þar sem safnað verður fyrir börnum í neyð í Afríku og víðar. Það er Rauði krossinn sem stendur fyrir söfnuninni en samtökin reka öflugt starf á stöðum á borð við Sierra Leone og Haítí þar sem lífskjör eru hvað verst á jörðinni. 

Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálparstarfssviðs Rauða Krossins, segir eitt af hverjum átta börnum ekki ná fimm ára aldri í Afríku og þar sé neyðin mest. Í fyrra hafi orðið mikill uppskerubrestur m.a. í Gambíu þar sem einungis 20% af hrísgrjónauppskeru landsins hafi skilað sér til fólks og þar hafi Rauði krossinn gripið inn í og dreift hrísgrjónaútsæði sem muni skila sér til 40.000 manns á næstu dögum. Þessa aðgerð segir Þórir ná að draga verulega úr alvarlegri hungursneyð.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert