1 af hverjum 8 ná ekki 5 ára aldri

00:00
00:00

Um helg­ina verður „Gengið til góðs“ í sjö­unda sinn þar sem safnað verður fyr­ir börn­um í neyð í Afr­íku og víðar. Það er Rauði kross­inn sem stend­ur fyr­ir söfn­un­inni en sam­tök­in reka öfl­ugt starf á stöðum á borð við Sierra Leo­ne og Haítí þar sem lífs­kjör eru hvað verst á jörðinni. 

Þórir Guðmunds­son, sviðsstjóri hjálp­ar­starfs­sviðs Rauða Kross­ins, seg­ir eitt af hverj­um átta börn­um ekki ná fimm ára aldri í Afr­íku og þar sé neyðin mest. Í fyrra hafi orðið mik­ill upp­skeru­brest­ur m.a. í Gamb­íu þar sem ein­ung­is 20% af hrís­grjóna­upp­skeru lands­ins hafi skilað sér til fólks og þar hafi Rauði kross­inn gripið inn í og dreift hrís­grjóna­út­sæði sem muni skila sér til 40.000 manns á næstu dög­um. Þessa aðgerð seg­ir Þórir ná að draga veru­lega úr al­var­legri hung­urs­neyð.   

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert