Heimasíður stjórnmálahreyfingarinnar Hægri grænna og www.afram-island.is urðu fyrir tölvuárás í morgun og liggja enn niðri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá formanni Hægri græna Guðmundi Franklín Jónssyni.
Umsjónarmenn vefsins og hýsingaraðili vinna að lausn málsins. „Að gefnu tilefni harmar stjórn flokksins að til séu menn sem vilja eyðileggja fyrir þessu nýja framboði og standa í vegi opinnar umræðu. Ekki viljum við trúa því að þetta séu samkeppnisaðilar flokksins um betra lýðræði, en einkennilegt þykir þetta, sérstaklega í ljósi góðs gengis Hægri grænna í skoðanakönnunum undanfarið. Vonast er til að síðan verði komin í loftið fyrir kvöldið,“ segir í fréttatilkynningunni.