Fæðuöryggi og sjálfstæði Íslands

Jón Bjarnason
Jón Bjarnason

„Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í síðustu viku upp dóm, þar sem talið er að ákvæði reglugerðar, sem ég setti sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir árin 2009, 2010 og 2011 um fjárhæð tolls innan tollkvóta WTO og sú lagastoð sem hún byggir á hafi verið andstæð stjórnarskrá. Málið snerist um magntoll eða verðtoll við innflutning á kjúklingabringum,“ segir Jón Bjarnason alþingismaður í grein í Morgunblaðinu í dag. Segir Jón m.a. að ef um stjórnarskrárbrot sé að ræða tengt þessum ákvörðunum mínum sem ráðherra, fólst það í setningu umræddra laga allt frá árinu 1995, en þá voru leiddar í íslensk lög, breytingar sem gera þurfti vegna samninga um aðild Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Reynist það svo að lögin frá 1995 samræmist ekki stjórnarskrá þarf að lagfæra það með nýjum lögum.

Í niðurlagi greinar sinnar segir þingmaðurinn: „Skiljanlega sjá innflytjendur meiri gróðavon í auknum innflutningi ásamt möguleikum þeirra til að koma á enn meiri fákeppni á matvörumarkaði hér á landi en nú er. Þykir mörgum þó fákeppnin orðin ærin. Sjálfstæði þjóðar er ekki hvað síst fólgið í fæðuöryggi hennar og þar veit enginn hvað átt hefur fyrr en misst hefur“.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert