Keypti kynlíf af 14 ára dreng

Dómsalur.
Dómsalur. mbl.is/RAX

Héraðsdóm­ur Vest­ur­lands hef­ur dæmt karl­mann á sex­tugs­aldri í tveggja og hálfs árs fang­elsi fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn 14 ára göml­um dreng. Maður­inn greiddi drengn­um pen­ing fyr­ir að eiga við hann kyn­ferðismök í nokk­ur skipti. Dóm­ur­inn var upp kveðinn í ág­úst en ekki birt­ur á vef dóm­stól­anna fyrr en ný­verið.

Málið komst upp í lok mars 2011 þegar maður­inn hringdi í lög­regl­una og sagði dreng­inn hafa stolið af sér veski með öll­um skil­ríkj­um, greiðslu­kort­um og 25-30 þúsund krón­um í reiðufé. Hann hefði fengið hjá hon­um far og stolið vesk­inu úr jakka sem verið hafi í bif­reiðinni. Auk þess að nefna nafn drengs­ins lýsti maður­inn hon­um þannig að hann væri 15-16 ára og ör­ugg­lega sam­kyn­hneigður.

Lög­regla fór að heim­ili drengs­ins þar sem hann játaði að hafa stolið vesk­inu. Sagðist hann hafa talað við mann­inn fyrr um kvöldið og boðið hon­um kyn­líf gegn greiðslu. Hann hafi síðan ákveðið að stela vesk­inu og hlaupið í burtu með það.

Tek­in var skýrsla af drengn­um hjá lög­reglu þar sem hann sagðist hafa sett aug­lýs­ingu inn á einka­málasíðu sök­um þess að hann bráðvantaði pen­inga. Þar hafi maður­inn haft sam­band við hann. Dreng­ur­inn sagðist hafa stundað kyn­líf með mann­in­um nokkr­um sinn­um áður og einnig gegn greiðslu. Hafi hann fengið 20 þúsund krón­ur fyr­ir hvert skipti.

Byrjaði 11 ára í neyslu fíkni­efna

Maður­inn neitaði sök hjá lög­reglu og sagðist hafa tekið upp í bíl­inn fót­gang­andi ung­ling sem var að húkka sér far. Hann sagði sögu drengs­ins um greiðslur fyr­ir kyn­líf tóma þvælu.

Við skýrslu­töku síðar viður­kenndi maður­inn að hafa rætt við dreng­inn á einka­málasíðunni og einnig að „ein­hver“ dreng­ur hefði komið á heim­ili hans áður í kyn­lífstil­gangi. Hann sagðist hins veg­ar ekki muna hvort rætt hafi verið um greiðslu.

Fyr­ir dómi sagðist maður­inn svo hafa sagt ósatt hjá lög­reglu. Hann hafi aldrei stundað kyn­líf með börn­um. Hann viður­kenndi þó að hafa verið í net­sam­skipt­um við menn og stundað með ýms­um þeirra kyn­líf. Hann kvaðst skamm­ast sín fyr­ir kyn­hneigð sína og sagði ekki í lagi að leynd­ar­mál hans sé op­in­bert því það sé hans einka­mál í hans einka­lífi.

Móðir drengs­ins kom einnig fyr­ir dóm­inn. Hún sagði hann hafa byrjað að nota vímu­efni 11 ára og hún fyrst frétt af því að hann væri að selja sig eldri karl­mönn­um þegar hann var 13 ára. Þegar hún komst að því að hann væri í vændi hafi hún farið með það beint í fé­lags­mála­stjóra sveit­ar­fé­lags­ins. Kæra hafi verið lögð fram en ekk­ert komið út úr því.

Líðan drengs­ins skelfi­leg

Geðlækn­ir á barna- og ung­linga­geðdeild Land­spít­ala sagði fyr­ir dómi að barn á þess­um aldri ætti und­ir eng­um kring­um­stæðum að vera farið að lifa kyn­lífi, til þess sé ekki kom­inn neinn per­sónuþroski til þess að rúma þann til­finn­inga­lega kraft sem vakni upp við svona at­b­urði.

Sál­fræðing­ur í Barna­húsi sagði dreng­inn hafa verið í mik­illi neyslu og líðan hans hafi nátt­úr­lega verið skelfi­leg. Hann sé þjakaður af kvíða- og streitu­ein­kenn­um sem trufli hann á hverj­um degi.

Í niður­stöðu héraðsdóms seg­ir að þrátt fyr­ir að dreng­ur­inn hafi verið að leita leiða til að fjár­magna fíkni­efna­neyslu sína með vændi verði ekki hjá því litið að hann hafi verið 14 ára gam­all og sjálfs­virðing hans og sjálfs­vit­und skert vegna lífern­is hans. Maður­inn hafi verið í yf­ir­burðastöðu gagn­vart hon­um vegna ald­urs­mun­ar og reynslu. Þótti hann því hafa brotið gróf­lega gegn drengn­um og án þess að eiga sér máls­bæt­ur.

Refs­ing­in þótti hæfi­leg tvö ár og sex mánuðir og var mann­in­um einnig gert að greiða drengn­um 800 þúsund krón­ur í miska­bæt­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert