Taka ágætlega í hugmyndina um Sleggjuna

Sleggja á Hellisheiði.
Sleggja á Hellisheiði.

„Það er jákvætt að skoða eignasamsetningu Orkuveitunnar og reyndar allt sem horfir til framfara í fjárhag og rekstri fyrirtækisins.“

Þetta segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, í Morgunblaðinu í dag um þá hugmynd sem forveri hans í stjórninni, Guðlaugur Sverrisson, varpaði fram í blaðinu í gær um að selja lífeyrissjóðum Sleggjuna svonefndu, raforkustöðina á Hellisheiði, í verkefnafjármögnun.

Með slíkri sölu telur Guðlaugur að Orkuveitan geti aflað sér 15 milljarða króna og allt að 25 milljarða ef lán fæst áfram hjá Evrópska fjárfestingarbankanum. „Við höfum ekki sérstaklega rætt um að selja Sleggjuna en alls konar möguleikum hefur verið velt upp. Málefni Orkuveitunnar eru mjög í vinnslu,“ segir Haraldur Flosi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert