Biðlar til ráðherra um frestun á hækkun virðisaukaskatts

Fjölmargir ferðamenn koma til Íslands með skemmtiferðaskipum.
Fjölmargir ferðamenn koma til Íslands með skemmtiferðaskipum. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Forstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Tauck hefur sent Katrínu Júlíusdóttur fjármálaráðherra bréf þar sem hann leggur til að fyrirhugaðri virðisaukaskattshækkun verði frestað um ár. Öðrum kosti kæmi það niður á fjárfestingum fyrirtækja sem þegar eru búin að auglýsa verð á ferðum fyrir næsta ár.

Daniel W. Mahar er forstjóri Tauck sem sérhæfir sig skemmtiferðasiglingum og hefur verið á markaði í 87 ár. Í bréfinu kemur fram að fyrirtækið sé þegar byrjað að auglýsa ferðir til Íslands fyrir árið 2013. Í viðskiptamódelinu hafi ekki verið gert ráð fyrir virðisaukaskattshækkun og þau verð sem viðskiptavinum hafi verið gefin upp fyrir næsta ár miðist ekki við hækkunina.

„Þar af leiðandi verðum við að endurskoða fyrirhugaða markaðssetningu okkar á Íslandi sem áfangastað. Þess í stað munum við beina fé okkar í að kynna áfangastaði sem skila fjárfestingu okkar betur,“ segir í bréfi Mahar.  

Hann fullyrðir að hvert eitt og einasta fyrirtæki í ferðaþjónustu, sem býður upp á ferðir til Íslands, íhugi nú stöðu mála.

Fyrirhugað er að virðisaukaskattshækkun upp á 17 %  taki gildi í maí á næsta ári. Mahar leggur til að  innleiðingu skattsins verði frestað um ár, fram í maí árið 2014. Þannig geti fyrirtæki í ferðaþjónustu fengið meiri tíma til að undirbúa hækkun skattsins og reiknað hana inn í framtíðaáætlanir.

Katrín Júlíusdóttir.
Katrín Júlíusdóttir. Ernir Eyjólfsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka