Jarðskjálftar við Bláfjöll

Jarðskjálfti sem mældist 3,5 stig varð í Bláfjöllum nú laust …
Jarðskjálfti sem mældist 3,5 stig varð í Bláfjöllum nú laust fyrir klukkan 20. Kort/Veðurstofa Íslands

Nokkr­ir jarðskjálft­ar hafa orðið á Bláfjalla­svæðinu nú í kvöld og fannst a.m.k. einn þeirra í höfuðborg­inni. 

Skjálfta­hrin­an hófst um klukk­an 18 miðað við mæl­ing­ar Veður­stofu Íslands og hafa alls 11 skjálft­ar gengið yfir á svæðinu, með upp­tök í kring­um 4 km suðaust­ur af Bláfjalla­skála. 

Stærsti skjálft­inn mæld­ist 3,5 stig á 1,1 km dýpi. Hann varð um klukk­an 19:42 og fannst  greini­lega víða á höfuðborg­ar­svæðinu. Þá mæld­ist einn skjálfti 2,1 stig og ann­ar 2,6 stig, en hinir eru all­ir und­ir 2 stig­um að stærð. 

Jarðskjálft­ar eru al­geng­ir á Bláfjalla­svæðinu og var viðvar­andi virkni þar um tíma í sept­em­ber. Stærsti skjálft­inn sem þá mæld­ist var 4,6 stig.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka