Kannabisræktun hjá eldri borgurum

AFP

Í vor var húsvörður í húsi sem hýsir þjónustuíbúðir aldraðra tekinn fyrir að rækta 115 kannabisplöntur í kjallara hússins. Kannabisverksmiðjur eru smærri í sniðum en áður en þær finnast á ólíklegustu stöðum. Þetta kemur fram í umfjöllun Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins en blaðið kemur út að morgni laugardags og er dreift með laugardagsblaði Morgunblaðsins.

Reglulega berast fréttir í fjölmiðlum af því að lögregla geri fjölda kannabisplantna upptækar vítt og breitt um landið. Á vormánuðum gerði lögregla höfuðborgarsvæðisins 115 kannabisplöntur upptækar í kjallara fjölbýlishúss fyrir eldri borgara í vesturbæ Reykjavíkur. Í ljós kom að húsvörðurinn stóð á bak við ræktunina.

Þeim virðist lítið fækka sem sjá sér hag í að stunda þessa ólöglegu iðju en allt frá því efnahagshrunið dundi hér yfir árið 2008 hefur málum vegna framleiðslu fíkniefna, einkum kannabis, fjölgað stórum hér á landi.

Færst hefur í vöxt að ræktendur kannabisplantna stundi iðju sína í íbúðar- fremur en iðnaðarhúsnæði eins og áður virtist einkum tíðkast. Ber þar sérstaklega að nefna ræktun sem fram fer í fjölbýlishúsum, hvort heldur sem er í íbúðum sem leigðar eru sérstaklega til þess arna eða geymslurými í kjöllurum, svo dæmi séu tekin. Leiðslur og kaplar út úr geymsluherbergi í kjallara Grunsemdir íbúa urðu til þess að stjórn húsfélagsins hafði samband við lögreglu.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert