SÁÁ fagnar 35 ára afmæli

Álfur SÁÁ
Álfur SÁÁ

Afmælisveisla SÁÁ stendur nú yfir í Háskólabíói, en samtökin halda upp á 35 ára afmæli sitt í dag með opnum hátíðahöldum. Veislan er um leið nokkurs konar baráttufundur því á fimmtudaginn hóf SÁÁ undirskriftasöfnun til stuðnings frumvarpi sem á að stuðla að því að hjálpa þeim sem enn eru hjálparþurfi í baráttunni við alkóhólisma og afleiðingar hans. 

Á rúmlega einum sólarhring hafa um 3.000 manns skrifað undir á vefsíðu SÁÁ. Fram kemur í tilkynningu frá SÁÁ að afmælisveislan í ár sé óvenju glæsileg og skarti vinsælustu og bestu listamönnum þjóðarinnar. Meðal þeirra sem fram koma í Háskólabíó nú síðdegis eru KK, Ellen Kristjánsdóttir, Valdimar, Jónas Sig, Ari Eldjárn og Jón Gnarr borgarstjóri.

Dagskráin hófst kl. 14 í Háskólabíói, allir eru velkomnir og aðgangseyrir er enginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert