Hraunavinir með ljósmyndasamkeppni

Frá Gálgahrauni
Frá Gálgahrauni Ljósmynd Gunnsteinn Ólafsson

Hraunavinir efna til ljósmyndasamkeppni í Gálgahrauni. Tilgangur keppninnar er að vekja athygli á óafturkræfum skemmdum á hrauninu vegna fyrirhugaðra vegaframkvæmda, minna á sögu svæðisins og fegurð náttúrunnar sem og hvetja til verndunar Gálgahrauns,“ segir í fréttatilkynningu sem Hraunavinir hafa sent frá sér.

Þema keppninnar er: Haust í Gálgahrauni. Gálgahraun nær frá Álftanesvegi við Prýðahverfi í Garðabæ niður að sjó.

Ljósmyndirnar verða að vera teknar í Gálgahrauni, þær mega vera teknar hvenær sem er og getur hver keppandi sent inn eins margar myndir og hann vill.

Myndir skulu sendar inn á Facebook-síðuna Verndum Gálgahraun. Verðlaun verða veitt fyrir þrjár bestu myndirnar en nánar er hægt að fræðast um keppnina hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert