Lögreglan á Blönduósi varar ökumenn við leiðindafærð á Holtavörðuheiði en þar er bæði krapi og snjór. Tveir bílar hafa farið út af og full ástæða til þess að aka varlega um heiðina, að sögn lögreglu.
Ekki er útlit fyrir það að færð spillist á heiðinni en mjög margir eru á vanbúnum bílum til vetraraksturs, að sögn lögreglu.
Gott veður er hins vegar þegar komið er niður af heiðinni, sól og blíða í Hrútafirði, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.
Vestan 8-13 m/s og skúrir eða él, en yfirleitt úrkomulaust A-lands. Norðlægari í kvöld og styttir upp SV-til. Hæg breytileg átt í fyrramálið og léttskýjað, en norðvestan 8-13 með NA-ströndinni fyrir hádegi og stöku skúrir eða él. Hægt vaxandi sunnanátt um landið vestanvert síðdegis á morgun og fer að rigna. Hiti 1 til 7 stig.