Vantrú fer ekki með málið lengra

Egill Óskarsson, formaður Vantrúar.
Egill Óskarsson, formaður Vantrúar. mbl.is

„Við ætlum ekki að fara með málið lengra með formlegum hætti, en að sjálfsögðu áskiljum við okkur allan rétt til að fjalla um niðurstöðu siðanefndarinnar,“ segir Egill Óskarsson, formaður Vantrúar. Félagið kærði Bjarna Randver Sigurvinsson til siðanefndar Háskóla Íslands fyrir óvandaða umfjöllun um Vantrú sem er félag trúleysingja. 

Hann gagnrýnir málsmeðferð siðanefndarinnar. „Okkur finnst mjög skrítið að málinu sé bæði vísað frá en jafnframt er tekin efnisleg afstaða,“ segir Egill.  

Rúm tvö ár eru síðan málið hófst. Vantrú kærði Bjarna Randver upphaflega til siðanefndar hinn 4. febrúar árið 2010. Taldi félagið umfjöllun um það til marks um hreinan „áróður og skrumskælingu á afstöðu þeirra“.  Þá sendi félagið einnig erindi til guðfræðideildar og rektors. Vantrú sendi lögreglu jafnframt kæru vegna innbrots á lokað spjallsvæði félagsins, málið var fellt niður. Umræður sem þar áttu sér stað voru notaðar sem sönnunargagn í vörn Bjarna.

„Við sendum erindi til guðfræðideildarinnar og rektors til að fá úr því skorið hvort þeir aðilar væru tilbúnir að taka á þessu máli líka. Svo reyndist ekki vera,“ segir Egill.  

Sjá einnig: Máli Bjarna Randvers vísað frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert