Efnisnáma í hlíðum Vífilsfells þar sem vinnubrögð voru „ámælisverð“ og farið var „of hátt upp í brattar hlíðar“ að mati Skipulagsstofnunar, þjónar nú sem jarðvegstippur fyrir höfuðborgarsvæðið.
Nota á efnið sem þangað berst til að draga úr ummerkjum um námið. Náman er
áberandi frá Suðurlandsvegi en verið er að fylla upp í sárið. Þangað aka bílar upp á tippinn. Í umfjöllun um efnisnámur í Morgunblaðinu í dag kemur meðal annars fram, að yfir 3.000 námur eru skráðar á Íslandi.