Hleypur maraþon daglega

„Ég lenti í bíl­slysi fyr­ir fimm árum og mér var ekki hugað líf í fyrstu. Þegar ég byrjaði að jafna mig af al­var­leg­ustu áverk­un­um leiddu all­ar lík­ur að því að ég yrði bund­inn við hjóla­stól það sem eft­ir væri en ég var alltaf staðráðinn í að fara að hlaupa aft­ur,“ seg­ir tékk­neski hlaup­ar­inn René Kuj­an en hann hleyp­ur núna hring­inn í kring­um Ísland og stefn­ir á að ljúka hlaup­inu á 30 dög­um. „Ég ákvað að byrja hlaupið 23. sept­em­ber eða á fimm ára af­mæl­is­degi bíl­slyss­ins,“ seg­ir René sem var í gær rétt að koma til Eg­ilsstaði á rang­sæl­is leið sinn um landið.

Til að ná mark­miði sínu, að hlaupa hring­inn í kring­um landið á 30 dög­um, þarf René að hlaupa heilt maraþon á dag og ör­lítið til viðbót­ar. Maraþon­hlaup er 42 km og 195 metr­ar.

Íslenski vet­ur­inn heill­ar René

Fáir myndu ætla ís­lenska haustið og hvað þá vet­ur­inn hent­ug­an til lang­hlaupa en víða get­ur verið komið vetr­ar­veður á heiðum á þess­um árs­tíma. „Hita­stigið núna er mjög gott fyr­ir lang­hlaup og það er þægi­legt að hlaupa lang­ar vega­lengd­ir í kring­um fimm gráða hita,“ seg­ir René sem þykir ekki verra að heim­sækja Ísland á haust­in eða að vetri til. „Mér hef­ur alltaf þótt norður­slóðir heill­andi og þá Ísland og Græn­land sér­stak­lega. Þegar ég kom til Íslands í fyrsta sinn varð ég strax ást­fang­inn af land­inu.“

René hef­ur komið fimm sinn­um áður til lands­ins og seg­ir hann ís­lenska vet­ur­inn hafa heillað sig mest þó að sum­arið sé fal­legt hér á landi líka.

Ívar Jósa­fats­son hef­ur aðstoðað René Kuj­an og verið hon­um inn­an hand­ar. „Það spurðist út meðal hlaup­ara á Íslandi að hann væri að koma til lands­ins til að hlaupa hring­inn og ég sá fljót­lega á net­síðunni hans að hann hafði enga tengiliði á Íslandi til að hjálpa sér. Ég tók það þá bara að mér,“ seg­ir Ívar sem er í dag­legu sam­bandi við René og konu hans en hún keyr­ir á eft­ir hon­um með hús­vagn og þriggja mánaða gam­alt barn þeirra. „René fékk tölu­verðan mótvind og rign­ingu á Suður­landi en núna er út­lit fyr­ir gott veður á leiðinni frá Eg­ils­stöðum til Ak­ur­eyr­ar,“ seg­ir Ívar.

Hann skor­ar á hlaup­ara og skokk­hópa að hlaupa með René sem víðast um landið. Hægt er að fylgj­ast með fram­vind­unni á Face­book.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert