Ofbýður verðið á sígarettupakkanum og vefja sínar eigin

Í fyrstu reynist erfitt að vefja en nóg er af …
Í fyrstu reynist erfitt að vefja en nóg er af kennslumyndböndum á netinu. mbl.is/Ómar

Margir reykingamenn hafa kosið að flýja hækkandi verð á sígarettum með því að vefja sínar eigin.

Arnþór Indriðason, starfsmaður tóbaksvöruverslunarinnar Bjarkar, segir að ekki sé langt síðan aðeins ein tegund af reyktóbaki hafi verið seld en framboðið hafi hins vegar margfaldast að undanförnu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hann misjafnt hve menn spari mikið á því að vefja sjálfir. „Varlega talað er sparnaðurinn um 50% en aðrir fá miklu meiri sparnað út úr því,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert