Verðtryggð lán afleiðusamningar

Samtökin segja að um sé að ræða mikilvægt prófmál sem …
Samtökin segja að um sé að ræða mikilvægt prófmál sem geti haft mikla þýðingu fyrir fjölda íslenskra heimila. Ómar Óskarsson

Íbúðalánasjóði hefur verið stefnt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna verðtryggs fasteignaláns. Hagsmunasamtök heimilanna styðja málsóknina sem byggir meðal annars á því að verðtryggð lán séu í raun flóknir afleiðusamningar og ómögulegt sé að gera sér grein fyrir heildarlántökukostnaði.

Í málssókninni er byggt á lögum um neytendalán, þar sem skýrt sé kveðið á um að tæmandi upplýsingar um heildarlántökukostnað skuli liggja fyrir við undirritun lánasamninga, miðað við raunverulegar forsendur. „Eftir gagngera úttekt með lögfræðingum á verðtryggðum lánasamningum telur stjórn samtakanna sýnt að slíkir samningar gangi sannanlega gegn ákvæðum neytendalánalaga um skýra upplýsingagjöf til neytenda,“ segir í tilkynningu frá samtökunum.

Samtökin segja að um sé að ræða mikilvægt prófmál sem geti haft mikla þýðingu fyrir fjölda íslenskra heimila sem „sitja uppi með stökkbreytt verðtryggð lán eftir vísitöluhækkanir í kjölfar bankahrunsins.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert