Krónan mesti óvinur launamanna

Guðmundur Gunnarsson
Guðmundur Gunnarsson

„Ég hóf afskipti af kjarasamningum sem trúnaðarmaður á stórum vinnustað á árunum upp úr 1975. Á þeim tíma var samið reglulega um launahækkanir sem námu nokkrum tugum prósenta á hverju ári og stjórnmálamenn felldu svo krónuna nokkru síðar um svipaða tölu,“ segir Guðmundur Gunnarsson, fyrrv. formaður Rafiðnaðarsambandsins, í grein í Morgunblaðinu í dag.

 Okkur miðaði þar af leiðandi lítið við að bæta kaupmáttinn, segir Guðmundur. Segir hann að á árunum frá 1945 til 1985 hafi kaupmáttur lækkað að meðaltali um 0,4% árlega hér á landi, á meðan hann óx t.d. í Danmörku um 1,6% að jafnaði.

 Í grein sinni, sem lesa má í heild í blaðinu í dag, segir Guðmundur Gunnarsson m.a.: „Sú hagstjórn sem hefur verið ástunduð hér á landi frá lýðveldisstofnun hefur birst okkur í 25% meðaltalsverðbólgu á ári síðustu 60 ár. 25% verðbólga samsvarar því að fjórðungur árlegra tekna sé færður frá launþegum og sparifjáreigendum til atvinnurekenda og hins opinbera. Íslenskir launþegar hafa sem sagt eytt 3 mánuðum á ári í 60 ár í að niðurgreiða íslenskt atvinnulíf og rekstur hins opinbera. Þriðjung starfsævi okkar eyðum við í að greiða herkostnað stjórnmálamanna, sem finnst eðlilegt að tryggja lágan launakostnað með verðbólgu.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert