Samkomulag hundsað

„Þetta er greinilega pólitísk ákvörðun ríkisstjórnarinnar og þvert á það sem áður hefur verið skrifað undir. Það er augljóst mál að við höfum almennt ekki áhuga á að gera samkomulag sem er síðan hundsað með þessum hætti.“

Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um þau ummæli Katrínar Júlíusdóttur, nýs fjármálararáðherra, á mbl.is í gær að raforkuskattur á stóriðjufyrirtækin yrði áfram í gildi til ársins 2018.

Skrifað var undir samning í desember árið 2009 milli Samtaka atvinnulífsins og Samtaka álframleiðenda annars vegar og fjármálaráðuneytisins og iðnaðarráðuneytisins hins vegar um að stóriðjufyrirtækin myndu greiða 1,2 milljarða króna árlega frá 2010 til og með 2012 í fyrirframgreiðslu á tekjuskatti og öðrum opinberum gjöldum fyrir árin 2013-2018. Einnig var samið um að greiða 0,12 króna skatt á hverja kílóvattsstund næstu þrjú árin og tekið fram í samkomulaginu að þessi skattur myndi falla niður í árslok 2012. Nú ætla stjórnvöld semsagt að framlengja þennan skatt til 2018.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert