Þörf fyrir mikla lækkun skulda

Lilja Mósesdóttir og Birgir Örn Guðjónsson, formaður Samstöðu.
Lilja Mósesdóttir og Birgir Örn Guðjónsson, formaður Samstöðu.

Samstaða hefur miklar áhyggjur af vaxandi vanskilum heimila landsins. Fram kemur í ályktun sem samþykkt var á landsfundi flokksins um sl. helgi að vanskil séu umtalsvert meiri á Íslandi en í löndum með sambærilega skuldsetningu einkaaðila.

„Það fjölgar jafnt og þétt í hópi þeirra sem glíma við alvarleg vanskil og þau úrræði sem innleidd hafa verið frá hruni hafa engan veginn dugað til. Sum þessara úrræða hafa einungis virkað sem gálgafrestur og því eru margir einstaklingar og fjölskyldur fyrst nú komnar á ystu nöf m.a. vegna þess að búið er að ganga á allan sparnað, þ.á m viðbótarlífeyrissparnað. Úrræði eins og auknar vaxtabætur er engin lausn á skuldavandanum heldur einungis skyndihjálp vegna aukins framfærsluvanda heimilanna sem einnig fer ört vaxandi. Sökum þessa alls er í dag þörf fyrir mikla lækkun á skuldum heimilanna,“ segir í ályktun um verðtryggingu, framfærsluvanda og skuldamál heimilanna.

Á fundinum af jafnframt samþykkt ályktun um stöðu bótaþega og annarra sem þurfi á stuðningi velferðarkerfisins að halda.

„Samstaða vill að hið opinbera tryggi öllum lífeyrisþegum viðunandi lífeyri án skerðingar (gegnumstreymiskerfi). Fólki verði gefinn kostur á að greiða í lífeyrissjóði  að eigin vali sem sjái aðeins um ávöxtun viðbótarlífeyris á markaðsforsendum. Slíkt fyrirkomulag tryggir aðskilnað milli samtryggingar (almannatryggingarkerfið) og viðbótarlífeyrissparnaðar (lífeyrissjóðir),“ segir m.a. í ályktuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert