Camembert siglir ekki í kjölfar Gouda

Camembert-ostur.
Camembert-ostur.

Skipta á um nafn á Gouda-ostinum frá Mjólkursamsölunni og hann mun hér eftir heita Góðostur, eins og fram kom í auglýsingu í Morgunblaðinu í gær. MS framleiðir a.m.k. sjö aðra osta sem bera útlenskt heiti og ekki stendur til að breyta þeim.

Í auglýsingunni segir að ostinum hafi fundist það asnalegt að vera með útlenskt nafn þegar hann sé í raun rammíslenskur. Í auglýsingunni var birt eyðublað með beiðni um nafnabreytingu og þar var m.a. gefið upp símanúmer ostsins. Ef hringt er í númerið kemur í ljós að osturinn er á fundi en ætlar að hringja til baka öðruhvorumegin við helgi.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að ekki standi til að breyta nafni hinna ostanna með  útlensku nöfnunum; Havarti, Mozzarella, Maribó, Íslenskur cheddar, Dala-Feta, Dala-Brie, Bóndabrie, Mascarpone og Camembert.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert