Ekki málefnanlegur ágreiningur

Magnús Orri Schram, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, (t.v.). Róbert Marshall sést hér …
Magnús Orri Schram, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, (t.v.). Róbert Marshall sést hér sitja fyrir aftan hann á þingfundi. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta kemur mér á óvart, ég viðurkenni það,“ segir Magnús Orri Schram, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, varðandi ákvörðun Róberts Marshalls að segja skilið við Samfylkinguna og ganga til liðs við Bjarta framtíð.

„Ég óska Róberts góðs gengis, hann er góður félagi. En ég sé málið ekki snúast um málefnalegan ágreining. Róbert hefur lýst því yfir að hann ætli að styðja ríkisstjórnina til loka þessa kjörtímabils, enda sé hann skuldbundinn kjósendum Samfylkingarinnar sem kusu hann á þing,“ segir Magnús Orri.

Magnús bendir á að það líði að prófkjörum og því hafi verið rétt hjá Róberti að koma fram á þessum tímapunkti til að greina frá ákvörðun sinni.

Magnús og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ræddu við Róbert um ákvörðun hans í morgun. Kl. 10 hófst síðan þingflokksfundur Samfylkingarinnar þar sem Jóhanna og Magnús greindu frá því sem hefði komið fram í þeirra samtali, en Róbert var ekki viðstaddur fundinn.

„Við Róbert í morgun og vorum að upplýsa þingflokkinn hvað okkur fór á milli,“ segir Magnús.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka