Álframleiðsla eykst í 900 þúsund tonn

mbl.is/ÞÖK

Fyr­ir­hugað er að fram­kvæmd­ir við stækk­un ál­vers­ins á Grund­ar­tanga hefj­ist í vet­ur og standi yfir næstu fimm árin.

Ragn­ar Guðmunds­son, for­stjóri Norðuráls, seg­ir áætlan­ir gera ráð fyr­ir því að fram­leiðslu­geta fyr­ir­tæk­is­ins auk­ist um 30-50 þúsund tonn á ári eft­ir að fram­kvæmd­un­um lýk­ur. Nú­ver­andi fram­leiðslu­geta fyr­ir­tæk­is­ins er um 284 þúsund tonn á ári og verður því allt að 330 þúsund tonn.

„Ferlið byrjaði árið 2007 þegar við hóf­um að auka straum­inn. Þá var fram­leiðslan í um 260 þúsund tonn og því má segja að við höf­um aukið hana um 24 þúsund tonn nú þegar,“ seg­ir Ragn­ar.

Gert er ráð fyr­ir því að kostnaður við stækk­un­ina muni verða rúm­ir 10 millj­arðar. Fjár­mögn­un verks­ins er tryggð með fram­lagi frá móður­fé­lagi Norðuráls, Cent­ury Al-um­in­um.

Um eitt hundrað manns munu vinna að fram­kvæmd­un­um en að sögn Ragn­ars starfa nú í ál­ver­inu um 530 manns.

Sækja þarf um starfs­leyfi vegna fram­kvæmd­anna

Norðurál þarf að sækja um aukið starfs­leyfi þegar fram­leiðslu­get­an fer fram yfir 300 þúsund tonn á ári. Um­hverf­is­stofn­un mun taka um­sókn­ina til af­greiðslu eft­ir að hún berst.

Að sögn Ragn­ars er ork­an sem ál­verið not­ar sam­kvæmt samn­ing­um við Orku­veit­una, Lands­virkj­un og HS Orku.

Landsnet flyt­ur raf­magn til ál­vers­ins með þrem­ur há­spennu­lín­um. Stend­ur fyr­ir­tækið nú í fram­kvæmd­um á Grund­ar­tanga­svæði sem munu koma til með að auka flutn­ings­getu um u.þ.b. 70MW eða um nærri 10 pró­sent.

Fram­kvæmd­un­um lýk­ur á næsta ári og er áætlaður kostnaður við þær um tveir millj­arðar króna. „Til­gang­ur er bæði að stuðla að stækk­un ál­vers­ins og að auka gæði orku­flutn­ing­anna,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi Ásmunds­son, aðstoðarfor­stjóri Landsnets.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sam­tök­um álfram­leiðenda eykst fram­leiðslu­geta á áli úr um 830 þúsund tonn­um í 860-880 þúsund tonn á árs­grund­velli, eft­ir breyt­ing­arn­ar á Grund­ar­tanga.

Jafn­framt standa yfir fram­kvæmd­ir í ál­ver­inu í Straums­vík um stækk­un upp á um 40 þúsund tonn. Á næstu árum verður því hægt að fram­leiða um 900 þúsund tonn.

Eins hafa verið uppi hug­mynd­ir um stækk­un ál­vers á Reyðarf­irði um 180 þúsund tonn. Viðræður um fjár­mögn­un eru þó enn á frum­stigi.

Verði þau áform að veru­leika fer fram­leiðslu­geta lands­ins á áli yfir millj­ón tonn á ári.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert