Kaupa fisk til að kasta

Frá fiskihöfninni í Le Havre í Frakklandi.
Frá fiskihöfninni í Le Havre í Frakklandi.

Evrópusambandið (ESB) kaupir fisk í stórum stíl og lætur síðan farga honum. Þetta er gert til þess að halda uppi fiskverði gagnvart evrópskum neytendum, eftir því sem sænski Evrópuþingmaðurinn Christofer Fjellner skrifaði á vef Svenska Dagbladet í fyrradag.

Hann sagði ekki hægt að álíta það annað en „sjúkt“ að peningar skattborgara væru notaðir á þennan hátt. Fjellner bað rannsóknardeild Evrópuþingsins að kanna málið og sagði að sér hefði verið brugðið við niðurstöðurnar.

„Bara árið 2009 voru eyðilögð meira en 17.000 tonn af ferskum fiski í Evrópu, þar af 34 tonn í Svíþjóð. Árið 2009 er ekki einstakt á neinn hátt. Árin 2008-2010 voru eyðilögð meira en 40.000 tonn af ferskum fiski í Evrópu. Í Svíþjóð var það ýsa, makríll, rauðspretta og rækjur. Ekkert bendir til þess að ástandið sé að batna, heldur þvert á móti,“ skrifar Fjellner.

„Mér þykir þetta alveg ótrúleg tíðindi en hef engar forsendur til að meta hvort þetta er satt,“ segir Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, spurður um kaup ESB á fiski til að farga honum.

Grein Christofer Fjellner, Evrópuþingmanns í Svenska Dagbladet

Leiðari Svenska Dagbladet um sjávarútveginn í ESB

Umfjöllun sænska sjónvarpsins

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert