Dregur framboð sitt til baka

Sindri Sigurgeirsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins.
Sindri Sigurgeirsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins.

„Mér sýnist að átök á milli vina gætu vakið óvinafagnað og síst dugað þeim málstað sem ég ber fyrir brjósti og dreg því framboð mitt til baka að þessu sinni,“ segir Sindri Sigurgeirsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag en hann hafði áður lýst yfir áhuga sínum á því að skipa 2. sætið á framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir næstu þingkosningar.

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafði einnig lýst áhuga á að skipa það sæti en hann var sem kunnugt er í framboði fyrir Vinstrihreyfinguna - grænt framboð í kjördæminu fyrir síðustu kosningar. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, hefur einn gefið kost á sér í fyrsta sæti listans en hann skipaði það sæti einnig fyrir kosningarnar 2009.

„Ég hef velt því mér undanfarnar vikur í hvaða farveg ég vil beina áhuga mínum á þjóðmálum og hafði raunar lýst því yfir að ég sæktist eftir 2. sæti á lista Framsóknarflokksins hér í kjördæminu. Allt stefndi í harðan slag um sætið, án þess að ágreiningur sé um málefni á milli mín og annarra þeirra sem gefa kost á sér til starfa,“ segir Sindri ennfremur á Facebook-síðu sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert