Ferðir Herjólfs frá Vestmannaeyjum kl. 14:30 og frá Landeyjahöfn kl.16:00 falla niður vegna ölduhæðar og vinds í Landeyjahöfn.
Í tilkynningu frá rekstrarstjóra Herjólfs segir að ölduhæð í Landeyjahöfn er 2,7 metrar og vindur yfir 22m/s í hviðum.
Næsta tilkynning verður gefin út kl. 16:10 vegna ferðar frá Vestmanneyjum kl 17:30 og Landeyjahöfn kl. 19:00.
Í tilkynningunni segir að samkvæmt spá eigi aðstæður að lagast þegar líða fer á daginn.
Farþegar eru vinsamlegast beðnir að fylgjast með fréttum á vefsíðu Herjólfs, á Facebook síðu Herjólfs og síðu 415 í textavarpi RÚV.