Kalla inn færri í hjartaþræðingu út af biluðu tæki

Hjartaþræðing á Landspítalanum.
Hjartaþræðing á Landspítalanum. mbl.is/Eggert

Eitt af þremur hjartaþræðingartækjum Landspítalans við Hringbraut bilaði í vikunni. Vilhelmína Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs sjúkrahússins, segir að það hægist á því að sjúklingar séu kallaðir inn í aðgerðir á meðan ekki sé hægt að nota það.

Tækið er tæplega fimmtán ára gamalt en það bilaði þegar lampi fór í því. Vilhelmína segir í Morgunblaðinu í dag, að búið sé að gera ráðstafanir og panta varahluti. Ekki sé búist við því að það taki langan tíma að koma tækinu aftur í gang.

Vilhelmína segir að það sé fyrst og fremst út af skorti á fjármagni sem ekki hafi verið hægt að endurnýja tækin hingað til. Nýtt hjartaþræðingartæki kosti 140-150 milljónir króna. Hin hjartaþræðingartækin tvö eru tíu og fjögurra ára gömul.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert