Velta á innlendum kreditkortum minnkaði milli ára í ágúst og var veltan á debetkortum innanlands einnig minni.
Veltan á innlendum kreditkortum erlendis var hins vegar meiri í ágúst 2012 en í sama mánuði í fyrra. Þá jókst veltan á erlendum kreditkortum á Íslandi.
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir merki um að verslunin í síðasta mánuði hafi verið minni en í fyrra. Fólk setji til dæmis minna í matarkörfuna en í fyrra og það sé talið merki um að það hafi minna milli handanna.