Misskilningur að gengi krónunnar sé veikt

Álframleiðsla.
Álframleiðsla. mbl.is/ÞÖK

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda, telur málflutning Katrínar Júlíusdóttur fjármálaráðherra um að útflutningsfyrirtæki hagnist á veiku gengi krónunnar byggjast á misskilningi.

„Það má færa rök fyrir því að krónan sé ekki óeðlilega veik. Ég myndi miklu frekar halda því fram að meðalgengi krónunnar hafi verið óeðlilega sterkt á undanförnum 20 árum. Því til stuðnings má benda á að krónan er ekki að styrkjast þrátt fyrir gjaldeyrishöft,“ segir Þorsteinn Víglundsson, formaður Samtaka álframleiðenda, í Morgunblaðinu í dag.

Katrín var iðnaðarráðherra árið 2009 og undirritaði samkomulag ásamt fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við SA og aðila í orkufrekum iðnaði um sérstakan orkuskatt til þriggja ára. Nú hefur verið ákveðið að framlengja skattlagninguna til ársins 2018.

,,Menn höfðu góðan vilja til þess að hafa þetta einungis til þriggja ára. En þessir aðilar eru ennþá að hagnast á gengi krónunnar,“ segir Katrín en bætir við að skattlagningunni sé ekki einungis beint gegn stóriðju.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert