Átta einstaklingar hafa boðið sig fram í flokksvali Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi um 6 efstu sæti á framboðslista flokksins við næstu alþingiskosningar. Flokksval með stuðningsmönnum fer fram rafrænt dagana 9. og 10. nóvember.
Í framboði eru Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi í Fjarðabyggð sem býður sig fram í 2. sæti.
Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir sjúkraliði á Akureyri í 4. – 6. sæti.
Helena Þuríður Karlsdóttir, lögfræðingur á Akureyri í 3. - 4. sæti.
Ingólfur Freysson, framhaldsskólakennari á Húsavík í 3. - 6. sæti.
Jónína Rós Guðmundsóttir, alþingismaður á Egilsstöðum í 2. sæti.
Kristján L. Möller, alþingismaður á Siglufirði í 1. sæti,
Sigmundur Ernir Rúnarsson, alþingismaður á Akureyri 1.-3. sæti.
Örlygur Hnefill Jónsson, héraðsdómslögmaður í Þingeyjarsveit 1. - 6. sæti.
Flokksmenn Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi geta kosið og stuðningsmenn sem skrá sig vegna flokksvalsins á síðu Samfylkingarinnar www.samfylking.is, undir „Taktu þátt.“