Flokksval hjá Samfylkingunni í SV-kjördæmi

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi hefur ákveðið að efna til flokksvals laugardaginn 10. nóvember næstkomandi um sæti á framboðslista flokksins í kjördæminu vegna þingkosninganna á næsta ári.

Fram kemur í tilkynningu frá flokknum að fimm efstu sætin eru bindandi og að jafnræðis verði gætt með paralista. Framboðsfrestur rennur út klukkan 23:00 mánudaginn 22. október 2012.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert