Sigurður Már Guðjónsson, formaður Konditorsambandsins, var á dögunum sæmdur heiðursmerki UIPCG, sem eru alþjóðleg samtök konditormeistara.
Í frétt á vefsíðunni freisting.is segir að um mikinn heiður sé ræða og ánægjulegt að íslenskur konditor sé heiðraður fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu fagsins af alþjóðlegum samtökum.
Þar segir að Sigurður Már hafi meðal annars átt frumkvæði að stofnun Konditorsambandsins og haft forgöngu um að skipuleggja konditornámskeið á vegum Landssambands bakarameistara síðustu árin.