Mannekla meðal flugumferðarstjóra í dag

Forföll eru í röðum flugumferðastjóra.
Forföll eru í röðum flugumferðastjóra. mbl.is/Brynjar Gauti

Allt æf­inga- og kennsluflug er bannað í dag vegna mann­eklu meðal flug­um­ferðar­stjóra á Kefla­vík­ur­flug­velli. Engu að síður fer allt áætl­un­ar­flug fram sam­kvæmt tíma­áætl­un­um.

Friðþór Ey­dal, upp­lýs­inga­full­trúi hjá Isa­via, staðfesti að æf­inga­flugið væri bannað vegna for­falla og ekki hefði tek­ist að manna vakt vegna skamms fyr­ir­vara.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um mbl.is eru ein­ung­is þrír flug­um­ferðar­stjór­ar á vakt. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert