Allt æfinga- og kennsluflug er bannað í dag vegna manneklu meðal flugumferðarstjóra á Keflavíkurflugvelli. Engu að síður fer allt áætlunarflug fram samkvæmt tímaáætlunum.
Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi hjá Isavia, staðfesti að æfingaflugið væri bannað vegna forfalla og ekki hefði tekist að manna vakt vegna skamms fyrirvara.
Samkvæmt upplýsingum mbl.is eru einungis þrír flugumferðarstjórar á vakt.