Rasmusar minnst við tjörnina

Frá minningarathöfninni um Rasmus í kvöld.
Frá minningarathöfninni um Rasmus í kvöld. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Minningarathöfn var haldin við tjörnina í Reykjavík í kvöld þar sem færeyska gítarleikarans og þungarokkarans Rasmusar Rasmussen var minnst. Rasmus lést nýverið, aðeins 32 ára gamall, en undanfarin ár hafði hann tekist á við afleiðingar fólskulegrar árásar sem hann varð fyrir árið 2006.

Honum tókst aldrei að jafna sig að fullu eftir hana. Árásin og ofsóknir í kjölfar hennar tengdust samkynhneigð Rasmusar og með þessari athöfn vilja aðstandendur hennar vekja athygli á þeim fordómum og hatursglæpum sem hinsegin fólk verður fyrir í heiminum.

Í fréttatilkynningu frá Samtökunum 78, sem stóðu að athöfninni, segir að ekki séu nema nokkrir mánuðir síðan ráðist var á transmann á bar í Reykjavík fyrir það eitt að vera trans og því ljóst að fordómarnir og hatrið leynist víða - líka í okkar annars umburðarlynda samfélagi.

Athöfnin hófst klukkan 19:00 með kertafleytingu á Tjörninni, við Iðnó. Að henni lokinni tók við samverustund í Fríkirkjunni í Reykjavík, þar sem Hörður Torfa, Jens Guð og fleiri koma fram.

Rasmus Rasmussen.
Rasmus Rasmussen. www.myspace.com
Rasmus Rasmussen
Rasmus Rasmussen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert