Vegfarandi, sem leið átti um fjöruna á Stokkseyri um í dag, gekk þar fram á sex dauða svani sem lágu í flæðarmálinu. Svanirnir höfðu verið skotnir og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi er ljóst að það var gert annars staðar og fuglarnir síðan færðir í fjöruna.
Svanir eru friðaðir og því varðar við lög að deyða þá. Málið er nú í rannsókn lögreglunnar á Selfossi og eru þeir sem hafa séð til mannaferða á þessum slóðum eða hafa einhverja vitneskju um málið beðnir um að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480-1010.