Stjórnskipunarnefnd Alþingis fékk í sumar fjóra lögfræðinga til þess að fara yfir tillögur stjórnlagaráðs og skila áliti á þeim.
Að sögn Páls Þórhallssonar, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, sem á sæti í lögfræðingahópnum, er markmiðið að hafa tilbúið frumvarp eins fljótt og hægt er eftir að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar liggur fyrir.
Ef samþykkt verður í atkvæðagreiðslunni að nota tillögur stjórnlagaráðsins sem grundvöll að nýrri stjórnarskrá, en niðurstaðan í einhverri spurninganna fimm um efnisatriði verður þvert á tillögurnar segir Páll að stjórnskipunarnefnd Alþingis hljóti að meta úrslitin og gefa lögfræðingahópnum fyrirmæli í samræmi við þau.