Ein albesta og ódýrasta forvörnin sem völ er á

Svona meðferð eiga hendurnar að fá reglulega yfir daginn.
Svona meðferð eiga hendurnar að fá reglulega yfir daginn. mbl.is/Ásdís

„Ef hendurnar eru ekki vel hreinar geta þær borið smit með sér,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir um mikilvægi handþvottar.

Alþjóðlegur handþvottadagur Unicef er í dag. Þetta er í fimmta sinn sem dagurinn er haldinn og í þetta skiptið beinist athyglin að börnum.

Markmið dagsins er að vekja athygli á því að handþvottur með sápu og vatni er ein albesta og ódýrasta forvörnin sem völ er á gegn fjölmörgum sjúkdómum.

Haraldur telur Íslendinga nokkuð duglega við að þvo sér um hendur. Hann ítrekar mikilvægi þess að þvo sér um hendur reglulega yfir daginn, einkum þegar farsóttir og umgangspestir ríkja. Þá er hætta á að fólk flytji smitefni á milli sín með handabandi, snerti hluti sem aðrir snerta og þá er smitleiðin greið. Reglulegur handþvottur spornar gegn því.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert