Ekki gígur eftir loftstein

Meistarasmíð náttúrunnar í Hafnarfjalli vakti spurningar.
Meistarasmíð náttúrunnar í Hafnarfjalli vakti spurningar. mbl.is/RAX

„Ég var að vona að þarna væri kom­inn fyrsti ís­lenski loft­steins­gíg­ur­inn, en svo var ekki. Maður verður að halda áfram að leita,“ sagði Har­ald­ur Sig­urðsson, eld­fjalla­fræðing­ur og for­stöðumaður Eld­fjalla­safns­ins í Stykk­is­hólmi.

Hann fór í gær að at­hygl­is­verðri jarðmynd­un sem er syðst í Hafn­ar­fjalli í Borg­ar­f­irði, ofan við Lei­rár­dal. Skýrt af­markaður gíg­ur sem sést vel á loft­mynd­um er aust­an við tind­inn Ölver og ná­lægt Hrossa­tung­um og Geld­inga­ár­hálsi, milli Hafn­ar­dals og Lei­rár­dals.

Í um­fjöll­un um gíg þenn­an í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að spurn­ing­in sem Har­ald­ur vildi fá svar við var hvers kon­ar fyr­ir­bæri þetta eig­in­lega væri. Nokk­ur umræða hef­ur einnig verið á net­inu um hvernig þessi jarðmynd­un kynni að hafa orðið til.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert