Huang hvattur áfram af forsetanum

Huang Nubo.
Huang Nubo. mbl.is/Ernir

Kín­verski fjár­fest­ir­inn Huang Nubo seg­ir í kín­versk­um fjöl­miðlum að Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, hafi hvatt hann til að fjár­festa á Íslandi. Hug­mynd­in hafi þó kviknað áður, á ljóðasam­komu hér á landi.

Huang var meðal ann­ars í viðtali við dag­blaðið Pek­ing Morn­ing Post. Á frétta­vef Chinese In­ternati­onal Radio er vitnað í viðtalið og seg­ir að Huang hafi fyrst dottið í hug að fjár­festa á Íslandi þegar hann kom hingað til lands á sam­komu fyr­ir ljóðskáld. Hann hafi heill­ast af lands­lag­inu og eft­ir hvatn­ingu Ólafs Ragn­ars hafi hann ákveðið slá til.

Þá seg­ir einnig að hann horfi hýru auga til fleiri fjár­fest­inga­kosta á Norður­lönd­um.

Stutt er síðan Hall­dór Jó­hanns­son, fram­kvæmda­stjóri Zhongk­un á Íslandi, sagði á fundi í Há­skóla Íslands að ís­lensk­ir ráðamenn hefðu farið marg­ar ferðir til Kína á síðustu árum til að kynna Ísland sem fjár­fest­inga­kost. For­seti Íslands, ut­an­rík­is­ráðherra, fjár­málaráðherra og fleiri hefðu heim­sótt Kína þar sem þetta hefði verið rætt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka