„Linsublossinn“ dularfulli

Linsublossinn á mynd.
Linsublossinn á mynd. Ljósmynd/Bæjarins besta

„Í fljótu bragði sýnist mér þetta vera svokallaður „linsublossi,“ eða lens flare. Það er hlutur sem getur komið upp í myndatöku. Hann helgast af því að ljósbrotið fellur á sérstakan hátt á linsuna og því myndast himininn á þennan hátt. Þetta er ósköp algengt,“ segir Sævar Helgi Bragason hjá Stjörnufræðivefnum.

Ljósmyndari Bæjarins besta á Ísafirði tók eftir fyrirbæri á mynd sem vakti athygli hans. Á myndinni sem hann tók í Arnardal í Skutulsfirði mátti greina þríhyrningslaga ljós.

Ljósmyndarinn tók á annan tug mynda og er umrætt fyrirbæri, þríhyrningslaga ljósgeisli, aðeins á einni mynd sem tekin var á 30 sekúndum.

„Það að þetta hafi bara sést á einni mynd rennir stoðum undir að þetta hafi verið linsublossi. Þá hefur ljósmyndarinn beint myndavélinni á ákveðinn hátt og fyrir vikið myndast þetta ljós svona,“ segir Sævar. 

Sjá einnig: Dularfullt fyrirbæri á himni

Hér má sjá linsublossann stækkaðann.
Hér má sjá linsublossann stækkaðann. Ljósmynd/Bæjarins besta
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert