Lögbann ekki sett á

Hæstiréttur Íslands
Hæstiréttur Íslands Brynjar Gauti

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði kröfu Hagsmunasamtaka heimilanna og Talsmanns neytenda um að lögbann yrði yrði sett á útsendingu Landsbankans á greiðsluseðlum vegna ólögmætra gengislána og innheimtu þeirra.

Lögbannsins var krafist á meðan réttaróvissa ríkir og endurútreikningar gengislána eru í uppnámi eftir að Hæstiréttur úrskurðaði í máli nr. 600/2011 að afturvirk endurákvörðun vaxta væri óheimil. 

Sýslumaður hafnaði lögbannskröfunni og staðfesti Héraðsdómur Reykjavíkur þá ákvörðun sýslumanns. Nú hefur Hæstiréttur átt síðasta orðið og staðfest úrskurð héraðsdóms.

Hæstiréttur vísaði til forsendna héraðsdóms en í úrskurði hans segir sú fullyrðing að hætt sé við að réttindi neytenda fari forgörðum, þar sem óljóst sé hvort, hvenær og hvernig lántakendur fái leiðréttingu sinna mála þegar réttur útreikningur liggur fyrir á lánum þeirra, sé ekki studd neinum gögnum.

Á hinn bóginn liggi fyrir yfirlýsingar um að verði niðurstaða dómstóla sú að endurreikna beri lán eftir greiðslu muni innheimta lánanna til framtíðar taka mið af leiðréttum eftirstöðvum og hugsanlegar ofgreiðslur þannig leiðréttar. „Að áliti dómsins felst í þessum yfirlýsingum næg trygging fyrir því að hagsmunir lántakenda verði ekki fyrir borð bornir, enda eru engar vísbendingar um að ástæða sé til að óttast um greiðslugetu varnaraðila.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert