Síðasta tilraun til lausnar

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon mbl.is/Kristinn

„Það má segja að þetta sé síðasta tilraun til þess að láta reyna á hvort einhver leið finnst til þess að lífeyrissjóðirnir geti verið með, a.m.k. að einhverju lágmarki, í aðgerðum til að lina þrautir þessa hóps.“

Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, um lánsveðin í Morgunblaðinu í dag.

Nýlega áttu þrír ráðherrar fund með fulltrúum lífeyrissjóðanna vegna vanda skuldara með lánsveð, þ.e. veð sem þeir hafa fengið að láni, oft hjá ættingjum. Steingrímur kvaðst ekki geta farið efnislega út í hvað fælist í hugmynd stjórnvalda um „þrönga“ leið sem nefnd var á fundinum með lífeyrissjóðunum.

Hann sagði að mikið hefði verið reynt til þess að fá lífeyrissjóðina með í samstilltar aðgerðir gagnvart lánsveðshópnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert