Atlantsolía hefur lækkað verð á bensínlítranum um 2,5 krónur. Kostar lítrinn nú 257,6 krónur. Verð á dísilolíu er óbreytt.
Upplýsingafulltrúi Atlantsolíu, Hugi Hreiðarsson, segir að ástæðan fyrir lækkuninni nú sé hagstæðara innkaupsverð á bensíni. Hann bendir hins vegar á að mikið flökt hafi verið á innkaupsverðinu að undanförnu.