Bjarnarflagsvirkjun afleit hugmynd

Hjörleifur Guttormsson
Hjörleifur Guttormsson

„Mál­efni Bjarn­ar­flags­virkj­un­ar eru á ný í brennipunkti eft­ir að stjórn Land­vernd­ar fór fram á það við Lands­virkj­un 7. októ­ber 2012 að fyr­ir­tækið stöðvi fram­kvæmd­ir við virkj­un­ina á meðan Ramm­a­áætl­un er óaf­greidd á Alþingi“, seg­ir Hjör­leif­ur Gutt­orms­son, nátt­úru­fræðing­ur í grein í Morg­un­blaðinu í dag.

Seg­ir Hjör­leif­ur að jafn­framt óski Land­vernd eft­ir að unnið verði nýtt mat á um­hverf­isáhrif­um vegna þess­ar­ar fyr­ir­huguðu virkj­un­ar og málið verði skoðað í ljósi þess að Mý­vatn og Laxá eru síðan 1977 alþjóðlegt Rams­ar­svæði. Í grein sinni seg­ir Hjör­leif­ur m.a.: „Ramm­a­áætl­un er enn til um­fjöll­un­ar í þing­nefnd á Alþingi og óvíst hvenær af­greiðslu henn­ar lýk­ur. Samt hef­ur Lands­virkj­un með samþykki sveit­ar­stjórn­ar Skútustaðahrepps hafið fram­kvæmd­ir við Bjarn­ar­flags­virkj­un. Með þessu geng­ur fyr­ir­tækið fram af ótrú­legri óbil­girni og í engu sam­ræmi við yf­ir­lýs­ing­ar ráðamanna þess und­an­farið um að þeir vilji sýna til­lits­semi og fara í hví­vetna að lög­um“.

 Loka­orðin í grein Hjör­leifs eru þessi: „Laumu­spil Lands­virkj­un­ar um fram­kvæmda­leyfi fyr­ir „land­mót­un á stöðvar­hús­slóð og hluta veg­ar í Bjarn­ar­flagi“, sem sveit­ar­stjórn samþykkti með tölvu­pósti 3. júlí sl. en staðfesti síðan á fundi 30. ág­úst sl., er hvor­ug­um aðilan­um sam­boðið. All­ir þeir sem láta sér annt um ís­lenska nátt­úru og vernd­un Mý­vatns og Laxár þurfa að fylkja liði með því að skrifa und­ir hóg­væra áskor­un stjórn­ar Land­vernd­ar“.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert