Telja æskilegt að gera hlé á ESB-viðræðum

AFP

„Þetta er enn ein vísbendingin um að skynsamlegt sé að breyta forgangsröðun stjórnvalda. Aðild yrði ekki samþykkt núna og verður ekki á næstunni. Það er einnig ljóst að Evrópusambandið er að taka miklum breytingum, þannig að það er að mínu mati æskilegt að gera hlé á viðræðunum og huga að uppbyggingu hér heima fyrir.“

Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, um niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar Capacent fyrir samtökin Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Miðað við þá sem afstöðu taka í könnuninni eru 68% á móti aðild en 32% fylgjandi. Í sambærilegri könnun fyrir Heimssýn í júní 2011 voru 57,3% andvíg aðild og 42,7% fylgjandi.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag tekur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, undir með Sigmundi og telur könnunina sýna fram á að það beri að gera hlé á viðræðunum.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, svöruðu ekki skilaboðum þegar leitað var viðbragða við könnuninni í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert