Önnur mynt ekki tekin upp á næstu árum

Íslensku krónunni verður ekki skipt út á næstu árum.
Íslensku krónunni verður ekki skipt út á næstu árum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Sam­ráðsnefnd skipuð full­trú­um allra stjórn­mála­flokka ásamt full­trú­um ASÍ og SA tel­ur að ekki sé hægt að gera ráð fyr­ir upp­töku annarr­ar mynt­ar á næstu árum. Nefnd­in hef­ur af­hent at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðherra og fjár­mála- og efna­hags­ráðherra skila­bréf sitt og grein­ar­gerð.

Nefnd­ar­menn telja að sök­um þess að ekki sé hægt að gera ráð fyr­ir upp­töku annarr­ar mynt­ar á næstu árum sé mik­il­vægt að tryggja trausta pen­inga­stefnu með þjóðhags­varúðar­tækj­um og ábyrgð í op­in­ber­um fjár­mál­um á grund­velli fjár­mála­reglna sem taka mið af þróun efna­hags­lífs­ins.

Al­mennt telja nefnd­ar­menn að á næstu árum sé sjálf­stæð pen­inga­stefna eini val­kost­ur­inn og trú­verðug hag­stjórn sem tek­ur mið af aðstæðum og hagsveifl­um sé grund­vall­ar­atriði. Hvað varðar val­kosti til lengri tíma eru skoðanir skipt­ari en samstaða er um að ein­hliða upp­taka annarr­ar mynt­ar komi ekki til álita.

Efna­hags- og viðskiptaráðherra skipaði nefnd­ina í mars sl. og í henni sátu Árni Þór Sig­urðsson, til­nefnd­ur af þing­flokki Vinstri grænna, Freyr Her­manns­son, til­nefnd­ur af þing­flokki Fram­sókn­ar­flokks, Ill­ugi Gunn­ars­son, til­nefnd­ur af þing­flokki Sjálf­stæðis­flokks, Lilja Móses­dótt­ir, til­nefnd af þing­flokki Hreyf­ing­ar­inn­ar, Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, til­nefnd af þing­flokki Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Gylfi Arn­björns­son fyr­ir Alþýðusam­band Íslands, Vil­hjálm­ur Eg­ils­son fyr­ir Sam­tök at­vinnu­lífs­ins og Helga Jóns­dótt­ir sem ráðherra fól for­mennsku nefnd­ar­inn­ar.

Nefnd­in hélt tug funda auk mál­stofu þar sem nefnd­ar­menn reifuðu mögu­lega framtíðar­kosti varðandi geng­is- og pen­inga­stefnu til skemmri, meðallangs og lengri tíma.

Í skila­bréf­inu seg­ir að nefnd­in hafi náð góðum sam­hljómi og lýsa sig reiðubúna til að halda áfram og und­ir­búa til­lög­ur í geng­is- og pen­inga­mál­um og kynna sér þær grein­ing­ar og niður­stöður sem fram hafa komið og vænt­an­leg­ar eru á næst­unni um málið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka