Bankarnir rukka fyrir þjónustu hraðbankanna

Nú skiptir máli hvaða hraðbanka viðskiptavinir nota.
Nú skiptir máli hvaða hraðbanka viðskiptavinir nota. mbl.is/Árni Sæberg

Notendur hraðbanka þurfa nú að vanda valið því stóru bankarnir þrír taka nú gjald fyrir þjónustu hraðbanka ef notandi er ekki í viðskiptum við bankann sem rekur hraðbankann.

Í verðskrám bankanna kemur fram að viðskiptavinir þeirra greiða ekki fyrir úttektir ef þær fara fram í hraðbönkum viðkomandi banka, t.d. ef viðskiptavinur notar kort frá Íslandsbanka þá greiðir hann ekki fyrir úttekt í hraðbanka Íslandsbanka. Í svari frá Íslandsbanka kemur fram að áðurnefnd gjaldtaka hófst þann 1. október síðastliðinn.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að bankarnir innheimta mishátt verð fyrir þessa þjónstu, Íslandsbanki 95 kr., Arion banki 100 kr. og Landsbankinn 150 kr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert