Sérstök umræða um kostnaðinn af hruninu

Magnús Orri Schram, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Magnús Orri Schram, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Fram fer sérstök umræða á Alþingi í dag um fyrirgreiðslu ríkisins við fjármálafyrirtæki og stofnanir í kjölfar bankahrunsins í ljósi skýrslu Ríkisendurskoðunar sem birt var í júní síðastliðnum en málshefjandi er Magnús Orri Schram, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar, og til svara Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra.

„Leitast verður í umræðunni við að svara knýjandi spurningum, eins og: Hversu stóran hluta heildarskulda ríkissjóðs má rekja beint til útgjalda ríkisins við endurreisn fjármálakerfisins? Hversu mikinn hluta af tapi Seðlabankans vegna bankahrunsins má rekja til neyðarlaganna? Hefði farið öðruvísi ef Ísland hefði haft annan gjaldmiðil en íslensku krónuna þegar alþjóðlega fjármálakreppan brast á?“ segir í tilkynningu frá Samfylkingunni vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert