Vill að ríkisendurskoðandi víki

Valgerður Bjarnadóttir
Valgerður Bjarnadóttir GVA

„Það er mín skoðun að rík­is­end­ur­skoðandi ætti að draga sig til hliðar á meðan þetta mál er klárað,“ seg­ir Val­gerður Bjarna­dótt­ir, formaður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­stofn­un­ar Alþing­is, en nefnd­in ræddi um mál­efni Rík­is­end­ur­skoðunar í morg­un.

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd ræddi á fund­in­um um svör rík­is­end­ur­skoðanda við spurn­ing­um vegna út­tekt­ar Rík­is­end­ur­skoðunar á fjár­hags- og mannauðskerfi rík­is­ins. Val­gerður sagðist ekki gera nein­ar at­huga­semd­ir við svör rík­is­end­ur­skoðanda. Hann hafi komið fram með ákveðnar skýr­ing­ar og hverju hann hann ætli að breyta í fram­haldi af þeirri gagn­rýni sem hann hafi orðið fyr­ir.

„Á hinn bóg­inn er ljóst að það rík­ir al­gjör trúnaðarbrest­ur á milli meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar og embætt­is Rík­is­end­ur­skoðunar,“ sagði Val­gerður.

Val­gerður sagði að ástæðan fyr­ir þessu væri ekki ein­göngu taf­ir við gerð skýrslu um fjár­hags- og mannauðskerfi rík­is­ins. Hún sagði að stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hefði ný­verið fengið til umræðu árs­skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar og verið nærri búin að af­greiða hana, „en þá kem­ur í ljós að það eru alls kon­ar verk­efni í gangi sem við vit­um ekk­ert um. Þetta eru verk­efni sem hann hef­ur lagt til hliðar. Þetta finnst okk­ur allt mjög skrýtið.“

Þegar Val­gerður var spurð hvaða verk­efni þetta væru sagði hún að rík­is­end­ur­skoðandi hefði m.a. sjálf­ur nefnt skýrslu um upp­færslu á Oracle-kerf­inu 2010, sem ekki hefði verið skilað.

Um­mæl­in um Björn Val „stórfurðuleg“

Val­gerður sagðist að meiri­hluti stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar gerði enn­frem­ur at­huga­semd­ir við hvernig rík­is­end­ur­skoðandi talaði í bréfi til for­seta Alþing­is um Björn Val Gísla­son, formann fjár­laga­nefnd­ar. Val­gerður sagðist telja um­mæl­in „stórfurðuleg“.

Val­gerður sagði meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar einnig gera at­huga­semd við grein­ar­gerð Sveins Ara­son­ar vegna um­mæla Mar­grét­ar Tryggva­dótt­ur alþing­is­manns fyrr í haust. „Okk­ur finnst að rík­is­end­ur­skoðandi sé þar al­ger­lega kom­inn út fyr­ir sinn ramma,“ sagði Val­gerður.

Hef­ur áhyggj­ur af sam­skipt­un­um

Val­gerður sagði að nú væri í gangi jafn­ingja­út­tekt á Rík­is­end­ur­skoðun. Nefnd­inni hefði verið gerð grein fyr­ir þeirri vinnu í vor og nefnd­in þyrfti að fá betri upp­lýs­ing­ar um hvar það verk­efni stæði. Hún sagði að það stæði einnig yfir vinna við end­ur­skoðun laga um Rík­is­end­ur­skoðun, en í nefnd sem vinn­ur að end­ur­skoðun lag­an­anna er hóp­ur þing­manna, rík­is­end­ur­skoðandi og Stefán Svavars­son. Val­gerður sagði að stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd þyrfti að fá að vita hvernig þeirri vinnu miðaði.

Val­gerður sagði að stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd væri ný nefnd og hún ætti eft­ir að skýra bet­ur hvernig sam­skipti við Rík­is­end­ur­skoðun ættu að vera í framtíðinni. Menn væru þar að feta sig áfram. Þingið þyrfti hins veg­ar að skýra bet­ur hvernig sam­skipt­in við Rík­is­end­ur­skoðun ættu að vera al­mennt og hvert væri hlut­verk hvers og eins ætti að vera.

Val­gerður sagðist  hafa áhyggj­ur af sam­skipt­un­um Alþing­is við Rík­is­end­ur­skoðun næstu vik­ur og mánuði. „Við erum í vand­ræðum og ég sé satt að segja ekki hvernig sam­skipt­in geta verið með eðli­leg­um hætti næstu vik­urn­ar. Það er mín per­sónu­lega skoðun að það sé affara­sæl­ast fyr­ir stofn­un­ina að rík­is­end­ur­skoðandi víki meðan við erum að finna út úr þessu máli. Þetta er al­veg ótækt ástand eins og það er núna,“ sagði Val­gerður.

Sveinn Arason ríkisendurskoðandi.
Sveinn Ara­son rík­is­end­ur­skoðandi.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert